HH logo HVITT

Umsókn  um  skólavist

Sækja um núna

Laust pláss fyrir haustönn 2018

Nám fyrir skapandi einstaklinga - nokkur pláss laus á haustönn 2018 sem hefst 27. ágúst. 

Opið er fyrir umsóknir um nám á haustönn 2018. Námið samanstendur af textíl og matreiðslu. Nemendur dvelja á heimavist og er fullt fæði innifalið í skólagjöldum.  

Kynningarefni og umsagnir fyrrum nemenda um skólann:

"Best ákvörðun sem ég hef tekið" - Eva Matthildur Benediktsdóttir nemandi haustönn 2017, Framhaldsskólinn á Húsavík dúx 2017 

"Fullt af möguleikum - sky is the limit" - Ágúst Einþórsson fyrrum nemandi, eigandi Brauð&Co 

"Gott að bæta við sig þekkingu og stækka" - Guðrún Eysteinsdóttir nemandi haustönn 2017, textílhönnuður 

Vorsýning

Vorsýning nemenda verður haldin laugardaginn 12. maí milli kl. 13 - 15 í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Þar munu nemendur sýna afrakstur annarinnar í textíl og býðst gestum að kaupa kaffiveitingar. Kaffihlaðborð kostar 1.500 kr. en enginn posi er á staðnum. 

HH logo LITUR

Allir hjartanlega velkomnir og hlökkum til að sjá sem flesta.

Nemendur og starfsfólk.

Útskriftarárgangur frá '65 til '67

Ávallt gaman að taka á móti fyrrum nemendum skólans!

Gaman að sjá hve margir nemendur frá haustönn lögðu á sig langt ferðalag til að sjá vorsýningu annarinnar. Einnig var yndislegt að fylgjast með 51. árs afmælisárgangi sem kom saman í tilefni dagsins. Mikið var hlegið og sungið við að rifja upp skólavistina þar sem hvert herbergi kallaði fram minningar sem aldrei gleymast. 

Fyrrum nemendur 2

Gunnþórunn Benediktsdóttir sagði frá skólavistinni og minningum um daglegt líf þeirra í skólanum. Þær veittu skólanum ríflega peningagjöf sem fer til Hollvinasamtaka skólans í uppbyggingu og varðveislu menningarverðmæta.   

Skólinn þakkar þeim kærlega fyrir samveruna og styrkinn. Til hamingju með 51. árs útskriftarafmælið ykkar.  

Textílkennari frá Finnlandi

Við kynnum Päivi Vaarula textílhönnuður frá Finnlandi.  

Paivi Vaarula

Päivi hefur áralanga kennslureynslu og hefur kennt við háskóla, framhaldsskóla og sem gestakennari í ýmsum löndum. Päivi er einnig textíl listamaður og hefur mikinn áhuga á textílmenningu ýmissa þjóða. Hún var í tvo mánuði að vinna með íslenska ull í Textílsetrinu á Blöndósi sumarið 2017. Päivi hafði áhuga að dvelja lengur á Íslandi, kenna ungu fólki textílgreinar og miðla af reynslu sinni. Við erum lánsöm að fá hana til okkar í Hússtjórnarskólann á Hallormsstað.

Päivi kennir ýmsar textílgreinar við skólann; vefnað, vefjaefnarfræði, jurtalitun, prjón, hekl og útsaum. Päivi nýtir tengslanet sitt um allan heim til að veita nemendum ráðgjöf varðandi framhaldssnám í textílhönnun, umsóknarferli og ferilmöppugerð ásamt því að kynna fyrir nemendum hvernig er að vera textíl listamaður í dag.  

HH logo WEB

 

 

Handverks- og hússtjórnarskólinn Hallormsstað

Hallormsstað
701 Egilsstaðir

Fylgist með okkur

Instagram pngfb artSnapchatyoutube

#hússtjórnarskólihallormsstaðar 

@hushall.is  

Hafðu samband

471 1761
hushall@hushall.is