HH logo HVITT

Umsókn  um  skólavist

Sækja um núna

Vöggusett útsaums- og saumanámskeið

Á námskeiðinum sauma þátttakendur ungbarna vöggusett með milliverki; harðangri eða með frjálsum útsaum (Skals broderí). 

Kennari er Myrra Mjöll kjólaklæðskeri að mennt ásamt menntun frá Skals. 

Námskeiðið er haldið tvo miðvikudaga 14. nóvember og 21. nóvember milli kl. 18:00 - 21:00 þar sem lögð er áhersla á útsaum. Siðan er einn laugardagur 24. nóv þar sem komið er saman kl. 10:00 og vöggusettið saumað saman. 

Námskeiðið er um 9 klst. og kostnaður er 10.000 kr. Allt efni innfalið. 

Vöggusett er falleg og tímalaus gjöf.

Nánari upplýsingar eru í síma 471 1761 eða skrifið til hushall@hushall.is 

Skráning hér https://goo.gl/forms/hldux3prt4Q1iRWU2

Aðalfundur Hollvinasamtaka skólans

Haldinn var fyrsti aðalfundur Hollvinasamtaka skólans fimmtudagskvöldið 4. október. Stjórnin fór yfir ársskýrslu, ársreikning og viðburði á vegum þeirra síðsta árið. Einnig spennandi verkefni komandi vetrar. Næsta laugardag 13. október standa Hollvinir fyrir sláturdegi í skólanum. 

Aðalfundur hollvinasamtaka

Takk fyrir komuna og ávallt gaman að fá gesti í skólann. 

 

 

Útsaumsnámskeið með Katý

Í tilefni af 88 ára afmæli Hússtjórnarskólans á Hallormsstað ætlar fyrrum nemandi og kennari skólans, Katrín Jóhannesdóttir eða Katý, að heimasækja okkur í skóginn með útsaumsnámskeið. Fyrsta skólasetning var 1. nóvember 1930 og því upplagt að halda upp á afmælið með útsaumshelgi 2. - 4. nóvember. 

Námskeiðið hentar öllum, byrjendum eða lengra komnum. Um er að ræða heila helgi með möguleika að velja staka daga.

Nánari upplýsingar og skráning hér.  

Útsaumur K í nærmynd

Þingmenn norðausturkjördæmis í heimsókn

Þingmenn norðausturkjördæmis komu og heimsóttu skólann mánudaginn 1. október, skoðuð húsnæðið og fengu kynningu um sögu og starfsemi hans. Boðið var til kvöldverðar þar sem nemendur og starfsfólk komu saman ásamt þingmönnum. Þingmönnum varð boðið að sitja til borðs með nemendum og fóru fram líflegar umræður yfir dýrindis kvöldverði. Nemendur undirbjuggu sveppafyllt lambalæri með ofnbökuðum kartöflum og rótargrænmeti, sveppasósu og fersku rófusalat.  

Þingmenn norðausturkjördæmis

Þingmenn í Höll skólans; Steingrímur J. Sigfússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þórunn Egilssdóttir, Logi Einarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Kristján Þór Júlíusson var fjarverandi.  

Takk fyrir komuna, samveruna og stuðninginn.

Nemendur og starfsfólk, 

haustannar 2018 

HH logo WEB

 

 

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað

Hallormsstað
701 Egilsstaðir

Fylgist með okkur

Instagram pngfb artyoutube

#hússtjórnarskólihallormsstaðar 

@hushall.is  

Hafðu samband

471 1761
hushall@hushall.is