HH logo HVITT

Umsókn  um  skólavist

Sækja um núna

Námsleiðir vorönn 2018

FULLT NÁM

Fullt nám er ein önn þar sem nemendur fá kennslu í textílgreinum og matreiðslu. Skólagjöld eru 375.000 kr. og geta nemendur sótt um ýmsa styrki; jöfnunarstyrk LÍN, húsaleigubætur, menntunar- og ferðastyrk hjá stéttarfélögum. Ef nemandi nýtir sér alla styrki fer kostnaður aldrei yfir 2.500 kr. vikan*.

8 VIKNA SPÖNN

Spönn er helmingur af önn þar sem stendur til boða að taka áfanga í textíl og/eða matreiðslu. Verð 31.250 kr. vikan*. Hægt að nýta styrki til lækkunnar á kostnaði.

2 - 4 VIKNA STAKIR ÁFANGAR

Hér gefst einstakt tækifæri að koma og dvelja í styttri tíma og njóta þess sem skólinn hefur upp á að bjóða. Verð 37.500 kr. vikan*. Hægt að nýta einhverja styrki til lækkunnar kostnaðar.

*Innifalið í gjaldi er heimavist, fullt fæði 7 daga vikunnar á námstíma, efnisgjöld og aðstöðugjöld.    

Vorönn 2018 - innritun stendur yfir

Opið er fyrir umsóknir um nám á vorönn 2018. Námið samanstendur af textíl og matreiðslu. Nemendur dvelja á heimavist og er fullt fæði innifalið í skólagjöldum.  

Kynningarefni og umsagnir fyrrum nemenda um skólann:

"Best ákvörðun sem ég hef tekið" - Eva Matthildur Benediktsdóttir nemandi haustönn 2017, Framhaldsskólinn á Húsavík dúx 2017 

"Fullt af möguleikum - sky is the limit" - Ágúst Einþórsson fyrrum nemandi, eigandi Brauð&Co 

"Gott að bæta við sig þekkingu og stækka" - Guðrún Eysteinsdóttir nemandi haustönn 2017, textílhönnuður 

 

 

Textílkennari frá Finnlandi

Við kynnum Päivi Vaarula textílhönnuður frá Finnlandi.  

Paivi Vaarula

Päivi hefur áralanga kennslureynslu og hefur kennt við háskóla, framhaldsskóla og sem gestakennari í ýmsum löndum. Päivi er einnig textíl listamaður og hefur mikinn áhuga á textílmenningu ýmissa þjóða. Hún var í tvo mánuði að vinna með íslenska ull í Textílsetrinu á Blöndósi sumarið 2017. Päivi hafði áhuga að dvelja lengur á Íslandi, kenna ungu fólki textílgreinar og miðla af reynslu sinni. Við erum lánsöm að fá hana til okkar í Hússtjórnarskólann á Hallormsstað.

Päivi kennir ýmsar textílgreinar við skólann; vefnað, vefjaefnarfræði, jurtalitun, prjón, hekl og útsaum. Päivi nýtir tengslanet sitt um allan heim til að veita nemendum ráðgjöf varðandi framhaldssnám í textílhönnun, umsóknarferli og ferilmöppugerð ásamt því að kynna fyrir nemendum hvernig er að vera textíl listamaður í dag.  

Útskrift 2017

Jólaútskrift fór fram sunnudaginn 17. desmeber í Höll skólans. Nemendur haustannar héldu sýningu og boðið var upp á heimabakaðar jólasmákökur.  Óskum við þessum glæsilega nemendahópi til hamingju með árangurinn.  

Útskriftarhópur II

 

Lesa nánar

HH logo WEB

 

 

Handverks- og hússtjórnarskólinn Hallormsstað

Hallormsstað
701 Egilsstaðir

Fylgist með okkur

Instagram pngfb artSnapchatyoutube

#hússtjórnarskólihallormsstaðar 

@hushall.is  

Hafðu samband

471 1761
hushall@hushall.is