HH logo HVITT

Umsókn  um  skólavist

Sækja um núna

Innritun fyrir haustönn 2018

Opið fyrir umsóknir um nám á haustönn 2018. Námið samanstendur af textíl og matreiðslu. Nánari upplýsingar á hér á heimasíðu skólans eða í síma 471 1761 

Skólinn og reyniviðurinn

Útskrift 2017

Jólaútskrift fór fram sunnudaginn 17. desmeber í Höll skólans. Nemendur haustannar héldu sýningu og boðið var upp á heimabakaðar jólasmákökur.  Óskum við þessum glæsilega nemendahópi til hamingju með árangurinn.  

Útskriftarhópur II

 

Lesa nánar

Textílkennari frá Finnlandi

Við kynnum Päivi Vaarula textílhönnuður frá Finnlandi.  

Paivi Vaarula

Päivi hefur áralanga kennslureynslu og hefur kennt við háskóla, framhaldsskóla og sem gestakennari í ýmsum löndum. Päivi er einnig textíl listamaður og hefur mikinn áhuga á textílmenningu ýmissa þjóða. Hún var í tvo mánuði að vinna með íslenska ull í Textílsetrinu á Blöndósi sumarið 2017. Päivi hafði áhuga að dvelja lengur á Íslandi, kenna ungu fólki textílgreinar og miðla af reynslu sinni. Við erum lánsöm að fá hana til okkar í Hússtjórnarskólann á Hallormsstað.

Päivi kennir ýmsar textílgreinar við skólann; vefnað, vefjaefnarfræði, jurtalitun, prjón, hekl og útsaum. Päivi nýtir tengslanet sitt um allan heim til að veita nemendum ráðgjöf varðandi framhaldssnám í textílhönnun, umsóknarferli og ferilmöppugerð ásamt því að kynna fyrir nemendum hvernig er að vera textíl listamaður í dag.  

Fylgist með okkur

Hægt er að fylgjast með starfsemi skólans á Facebook, Instagram og Snappinu - hushall.is eða hússtjórnarskólihallormsstaðar.

Sýnum frá handverki, matreiðslu og öllu því skemmtilega sem verið er að gera dagsdaglega. 

Njótið með okkur, brosið með okkur og sendið okkur línu ef spurningar vakna. 

Sjáumst, 

nemendur og starfsfólk.

fb art  Instagram png  Snapchat

HH logo WEB

 

 

Handverks- og hússtjórnarskólinn Hallormsstað

Hallormsstað
701 Egilsstaðir

Fylgist með okkur

Instagram pngfb artSnapchatyoutube

#hússtjórnarskólihallormsstaðar 

@hushall.is  

Hafðu samband

471 1761
hushall@hushall.is