Tveggja vikna vefnaðarnám á vorönn 2019.
Nú stendur til boða einstakt tækifæri að læra vefnað hjá reynslumiklum kennara, Päivi Vaarula textílhönnuði frá Finnlandi. Kennt er í tvær vikur frá mánudeginum 21. janúar til föstudagsins 1. febrúar. Dvöl í tvær vikur í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað með góðri vinnuaðstöðu á Baðstofunni. Námið hentar byrjendum jafnt sem lengra komnum. Lögð er áhersla á náttúruleg efni í verkefnavinnu og kennt á Weavepoint tölvuforrit.