Vefnaðarnámskeið í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað fyrir byrjendur. Námskeiðið stendur frá föstudags eftirmiðdegi til sunnudags og eru tvær helgar í boði; 10.-12. mars og/eða 17.-19. mars. Margvísleg vefnaðar verkefni standa til boða t.d. trefill, værðarvoð, púðarborð eða tuskumotta. Uppistöður eru tilbúnar í vefstólunum og kostnaður þeirra mismunandi eftir stærð verkefna, 3.000 - 1.500 kr. Þátttakendur geta komið með eigið garn og efni til að vefa með en einnig er hægt að kaupa efni í skólanum.
Kostnaður við námskeiðshelgi er 40.000 kr. og er innifalið 16. klst námskeið, léttur hádegisverður laugardag og sunnudag. Hámarksfjöldi er 5 manns. Leiðbeinandi er Sigríður Björnsdóttir vefnaðarkennari við skólann, sigga@hushall.is
Kannaðu rétt þinn á styrk frá þínu stéttarfélagi!
Skáning á hushall@hushall.is eða í síma 471 1761.