Á þessum ánægjulegu tímamótum hvetjum við alla hollvini skólans til að mæta, þiggja léttar veitingar og taka þátt í stofnun Hollvinasamtaka skólans.
Stofnfundur Hollvinasamtaka Hússtjórnarskólans á Hallormsstað, verður haldinn í skólanum finntudaginn 27. apríl kl. 18:30.
Dagskrá fundar:
1. Kosning fundarstjóra og ritara.
2. Stofnun Hollvinasamtaka skólans.
3. Tilnefning og kosning í stjórn samtakanna.
4. Önnur mál.
Allir velkomnir.
Hollvinir, skólanefnd og starfsfólk