HH logo HVITT

Umsókn  um  skólavist

Sækja um núna

Hússtjórnarnám við skólann í biðstöðu

Að mati Mennta- og meningarmálaráðuneytis fellur hússtjórnarbraut skólans ekki að aðalnámskrá framhaldsskólanna og því getur skólinn ekki boðið uppá námið sem hann hefur staðið fyrir og kennt undanfarin ár og áratugi. Ráðherra og ráðuneytið móta menntastefnu landsins og hafa því um það að segja hvort stutt hagnýtt nám í hússtjórnargreinum falli innan ramma aðalnámskrár framhaldskólanna og menntastefnu almennt.

Fulltrúar skólans hafa fundað tvívegis með embættismönnum ráðuneytis þar sem áhersla hefur verið lögð á útfærslu og þróun námsframboðs og framtíðarstefnu skólans, auk þess að óska ítrekað eftir fundi með ráðherra. Því kom mjög á óvart þegar ráðherra og fulltrúi frá ráðuneytinu funduðu með fulltrúum skólans í síðastliðinni viku og tilkynntu að samkvæmt mati þeirra falli hússtjórnarnám, eins og það hefur verið kennt, ekki að aðalnámskrá framhaldsskólanna.

Vegna óvenjulegrar stöðu varðandi aðsókn á vorönn 2017 var ekki hefðbundið skólahald. Umsóknir fyrir komandi haustönn hafa hins vegar verið mun fleiri en þau pláss sem skólinn býður. Umsækjendur hafa verið upplýstir um þessa stöðu og vísað á aðra skóla. Ekki mátti seinna vera fyrir umsækjendur að sækja um nám í öðrum skólum. Þar veldur dráttur á svörum frá ráðuneyti. Skólinn harmar þessa stöðu. 

Bakvið hús skólinn 1024

Lopapeysa 2014

Hekluð skjaldbaka heimasíða

Heimavist 5

HH logo WEB

 

 

Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað

Hallormsstað
701 Egilsstaðir

Fylgist með okkur

Instagram png    fb art    Snapchat

#hússtjórnarskólihallormsstaðar 

@hushall.is  

Hafðu samband

471 1761
hushall@hushall.is