HH logo HVITT

Umsókn  um  skólavist

Sækja um núna

Opið hús hollvinasamtaka skólans

Stjórn hollvinasamtaka skólans stóðu fyrir opnu húsi í gær, sunnudaginn 28. maí. Margt var um manninn, boðið var upp á vöfflukaffi og handverkssýningu af verkum fyrrverandi kennara og stjórnenda við skólann. Margir skráðu sig í hollvinasamtökin en einnig er hægt að skrá sig hér. Gamlir nemendur og kennarar fóru með minningar og gaman sögur af lífi og starfi þeirra í skólanum. Mikið var hlegið og margt rifjað upp af viðstöddum í Höll skólans.

Fluttar voru kveðjur frá þeim sem ekki gátu komið og notið með okkur. Sólríkur dagur og ómetanlegt að sjá hvað margir komu og sumir langt að. Stjórn skólans þakkar sýndan stuðning og fagnar öllum þeim hollvinum sem hafa skráð sig í samtökin. 

Takk fyrir okkur. 

Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað 

 

HH logo WEB

 

 

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað

Hallormsstað
701 Egilsstaðir

Fylgist með okkur

Instagram pngfb artyoutube

#hushall

@hushall.is  

Hafðu samband

471 1761
hushall@hushall.is