Skrifstofa skólans lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa skólans verður lokuð vegna sumarleyfa frá mánudeginum 11.júlí. 

Að loknum sumarleyfum verður skifstofan opnuð aftur mánudaginn 15.ágúst.

Gleiðlegt sumar, 

Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað 

Vorsýning 2016

Vorsýning Handverks- og hússtjórnarskólans verður haldin laugardaginn 14.maí milli kl. 13:00 - 16:00.

Nemendur sýna handverk annarinnar og á boðstólnum verður veglegt kaffihlaðborð, kostar 1.500 kr. (enginn posi).

Við hlökkum til að sjá ykkur. 

Nemendur og starfsfólk!

Opið fyrir umsóknir haustönn 2016

Opið fyrir umsóknir haustönn 2016.

Haustönn 2016 hefst mánudaginn 22. ágúst 2016 og lýkur með útskrift og sýningu nemenda sunnudaginn 11. desember 2016.

Öllum umsóknum er svarað eins fljótt og auðið er. Frekari upplýsingar um innritun er að finna í inntökuskilyrðum skólans.

Opið hús - allir velkomnir í heimsókn!

Þann 12.mars næstkomandi verður opið hús í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað.
Nemendur og starfsfólk skólans taka á móti gestum og kynna starfsemi hans.
Boðið verður upp á kaffi og léttar veitingar.
Húsið verður opið milli kl. 13:00 til 15:00 og vonumst við til að sjá sem flesta.
Nemendur vorannar 2016 og starfsfólk.  
 
 

 

 

HH logo WEB