Heimavist

Heimavistarherbergin eru 14 talsins og dreifast þau á þrjár hæðir í skólanum. Öll herbergin eru einstök og eru merkt eftir fornum klausturheitum. Hvert herbergi hefur sína sögu og sinn sjarma.  Nunnusetur, sem áður var vistarherbergi, er nú búið að breyta í setustofu nemenda. Lindir er snyrting nemenda á 2. hæð skólans. Höll skólans er á 1. hæð og er Höllin hjartað í skólanum. Þar hafa nemendur komið saman í leik og starfi; haldið kvöldvökur, unnið í handavinnu, hlustað á útvarp eða sögustund, spilað og rætt um framtíðardrauma.

Herbergi á 4. hæð

Herbergi á 4. hæð