Fatasaumur

Fatasaumur I

Í fyrri áfanganum læra nemendur grunnatriði í fatasaum, vinna á saumavél og kynnast áhöldum og tækjum við saumtækni. Nemendur vinna með stærðartöflur, grunnsnið og sniðútfærslur. Lögð er áhersla á saumtækni með ýmsum gerðum af prufusaumi og læsi á vinnulýsingar í texta og myndum. Farið er sérstaklega í notkun á saumavélum, overlockvélum og straujárni. Nemendur læra að mæla efnismagn fyrir flíkur út frá sniðum og notkun á flísilíni, tvinnagerðum og öðru tilleggi varðandi saumaskap og frágang. Saumaðar eru flíkur og lögð áhersla á mátun og leiðréttingu sniða. Nemendur tileinka sér skipulagt vinnuferli og vandaðan frágang og læra uppsetningu vinnulýsinga.

Fatasaumur II

Í seinni áfanganum er byggt ofan á grunnþekkingu í fatatækni og farið í flóknari fatasaumsverkefni. Fjallað er um hvað einkennir vandaða flík og vandaðan frágang. Nemendur vinna sjálfstætt að verkefnum sínum. Farið í textílfræði og fjallað um uppruna vefjaefna og áhersla lögð á nýtingu náttúrvefjaefna í fatasaum. Nemendur læra sníðagerð og hvernig eigi að breyta og aðlaga snið að gefnum málum Unnið er með grunnsnið út frá stöðluðum málum og þau notið til að vinna flóknari sniðútfærslur. Nemendur læra að lesa uppskirftir, taka upp snið, útfæra leiðréttingu á sniði frá eigin málum. Flóknari saumtækniatriði eru unnin eftir vinnuleiðbeiningum bæði í máli og myndum og nemendur læra að gera prufur og flíkur með mismunandi saumtækni aðferðum. Nemendur eiga að geta nýtt sér bækur, blöð og veraldarvefinn í að finna uppskriftir, þekkja orðaforða í fatatækni og geta nýtt sér þá þekkingu í að sauma flíkur.  

HH logo WEB