Heilbrigðisfræði

 Í áfanganum er farið yfir hvað felst í heilbrigðu líferni með áherslu á andlegt, líkamlegt og félagslegt heilbrigði. Nemandi fær fræðslu um mikilvægi almennra hollustuhátta og hvernig greina eigi á milli hollra og óhollra lífshátta. Farið yfir mikilvægi næringar og fæðuvals í nútímasamfélagi. Áhersla lögð á hreyfingu og mikilvægi hvíldar fyrir eigin heilsu. Farið er yfir samspil einstaklinga, aðstæðna og umhverfis í tengslum við mikilvægi félagslegs heilbrigiðis. Markmið er að auka þekkingu nemenda á forvörnum og mikilvægi þeirra. Notast verður við atburði líðandi stundar sem umræðuefni og nemendur þurfa að temja sér gagnrýna hugsun í tengslum við umræðuna. Áfanginn er bæði bóklegur og verklegur.

logolinur nyr