Næringarfræði

Í áfanganum er farið í hlutverk næringarefna í líkamanum, mikilvægi næringar og fæðuvals í nútímasamfélagi. Fjallað er um orku- og næringarþörf einstaklinga og farið yfir manneldismarkmið og ráðleggingar Landlæknisembættis. Fjallað er um orkuefnin kolvetni, fitu og prótein, vítamín og steinefni. Melting og frásog og nýting næringarefna eru jafnframt skoðuð. Einnig er fjallað um algengt sérfæði m.a. fæðutegundir sem geta valdið ofnæmi og óþolsviðbrögðum. Notast verður við atburði líðandi stundar sem umræðuefni og nemendur þurfa að temja sér gagnrýna hugsun í tengslum við umræðuna.  

HH logo WEB