Námið

 

Textíll 

Grunnur námsins samanstendur af vefnaði, prjóni, hekli, útsaumi og vélsaumi. Hér fléttast saman textíll með fjölbreyttu handverki þar sem nemendur fá að kynnast upprunanum og undirstöðuatriðum hvers fags. Námið byggir á samþættingu milli greina og hönnunarhugsun þar sem menningararfur og nútímatækni fara saman. 

Matarhönnun

Farið er vítt um Austurland og nemendur fá að kynnast austfirsku hráefni; hreinni afurð í sínu náttúrlega umhverfi. Kennsla í mismunandi matreiðsluaðferðum ásamt undirstöðuaðferðum í geymslu, meðferð og verkun hráefna. Lögð er áhersla á hönnunarhugsun og nýtingu hráefna. Gamlar íslenskar matreiðsluhefðir og nútímaeldamennska taka höndum saman þar sem nemandinn fær einstakt tækifæri til að vinna með hugmynd til lokaafurðar. Nemendur öðlast færni í áhaldafræði og þekkingu á gæðaeftirliti í matreiðslu.  

Námið er að mestu verklegt og kennsludagurinn samfelldur.