Starfsnám hjá Skógrækt ríkisins

Hallormsstaðarskógur er talinn stærstur skóga á Íslandi og er hann í eigu Skógræktar ríkisins. Í skóginum eru margar merktar gönguleiðir og stórt trjásafn með yfir 70 trjátegundum. Á Hallormsstað er aðsetur skógarvarðarins á Austurlandi og starfsstöð Skógræktar ríkisins. Starfsnám hjá starfsstöðinni felur í sér almenna kynningu á starfi skógarvarðar og þeim verkefnum sem starfsstöðin sinnir. Nemendur fá að taka þátt í viðarvinnsluverkefnum af ýmsu tagi og daglegri starfsemi sem unnin eru frá hausti til vors á skógræktarstöðinni. Ásamt því að fá að kynnast skóginum og því frábæra fólki sem vinnur hjá Skógræktinni á Hallormsstað.

Áfanginn er val áfangi og takmarkaður fjöldi tekinn inn.

logolinur nyr