Útsaumur

Áfanginn er hugsaður sem kynning á útsaum og kennslu í undirstöðuatriðum í útsaum. Í áfanganum verða kenndar mismunandi aðferðir í útsaum sem nemandinn útfærir í prufur og minni verkefni. Nemandi lærir auk þess mismunandi aðferðir við að taka upp munstur og yfirfæra munstur á efni. Áhersla er lögð á að nemandi læri að þekkja áhöld sem notuð eru við útsaum og temji sér snyrtilegan frágang. Lögð er áhersla á að nemendur læri að lesa uppskriftir og verklýsingar og fara eftir þeim. Leitast er eftir því að nemandi öðlist sjálfstæði og öryggi í vinnubrögðum.

HH logo WEB