Vefnaður

Í áfanganum læra nemendur um gildi vefnaðar og grunnatriði við vefnað. Farið er yfir heiti á trissuvefstól, rakgrind og öðrum áhöldum sem notuð eru í vefnað. Nemandi tekur virkan þátt í uppsetningu á vef í vefstól. Kennt er að þekkja grunnbindingar vaðmála, einskeftu, rósarbönd, veipu og oddvaðmál. Nemendur læra að rekja slöngu, vinda uppá slöngurif, draga í haföld og skeið auk þess að hnýta fram. Nemendur læra að lesa uppskriftir með hafalda inndrætti og lesa af uppskrift fyrir fótstigin. Nemendur læra að þekkja þráðafjölda á uppistöðu og ívafi. Samhliða því er fjallað um mikilvægi vinnuferla frá hugmynd að frágangi þar sem unnið er með fléttur og snúninga. Nemendur læra að útfæra og endurvinna efni til vefnaðar.

HH logo WEB