Heimavinnsla mjólkurafurða

Haldið í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. 

Lauagardaginn 9. mars kl. 09:00 - 17:00 

Sunnudaginn 10. mars kl. 09:00 - 17:00 

Kennari: Þórarinn Egill Sveinsson mjólkurverkfræðingur

Á námskeiðinu fá þátttakendur að kynnast fjólbreytileika mjólkur og mjólkurafurða, helstu hugtök í mjólkurfræðum, hlutverk efna mjólkurinnar og þann mikla tegundafjölda sem framleiddur er úr mjólk. Grunnatriði ostagerðar eru rædd og kenndar einfaldar aðerðir við ferksar og súrar mjólkurafurðir. Innsýn í smásæjan heim gerla og hvata, nýtingu þeirra í framleiðslu - góðir og vondir gerlar ræddir, hvað ber að forðast og hvað skal kalla fram. Rætt er um tæki, tól og aðstöðu sem þarf til heimavinnslu mjólkurafurða. Þátttakendur framleiða nokkrar tegundir mjólkurvara sem næst að fullgera á tveimur sólarhringum. 

Kostnaður 25.000 kr. 

Innifalið eru námskeiðisgöng og uppskriftir frá kennara. Hádeigisverður og síðdegiskaffi. 

Möguleiki á ferða- og menntunarstyrk hjá stéttarfélögum. Kannaðu þinn rétt. 

Skráning hér https://goo.gl/forms/fKknVfwA5ubjFvho2  

Nánari upplýsingar skrifið til hushall@hushall.is eða hringið í síma 471 1761 / 864 8088

 

HH logo WEB