Námskeið

 

Námskeið skólaveturinn 2017-2018 

2. - 3. desember - Gústi bakari frá Brauð & Co heimsækir gamla skólann sinn og verður með námskeið í bakstri. 

Eru auglýst sérstaklega hér á heimasíðu skólans, Facebook síðu skólans og Instagram síðu skólans.    

Vinsamlegast sendið póst á netfangið hushall@hushall.is eða hringið í síma 471 1761 til að fá frekari upplýsingar. 

 

Nám við skólann svarar kröfum gamla og nýja tímans.

Nám við Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað er krefjandi og nútímalegt en byggir í senn á gömlum hefðum. Við skólann starfa sérfræðingar á sviði matreiðslu og gæðaeftirlitis, í hreinlætis- og næringarfræði og textíl.

Námið er verkefnatengt og veitir víðtæka þjálfun og þekkingu. Áhersla er lögð á undirstöðugreinar í matreiðslu og gæðaeftirliti, heilbrigðu líferni og textíl greinum, til að mynda vefnað, prjón og hekl, útsaum og fatagerð. Með fjölbreyttum fagsviðum tileinka nemendur sér alhliða kunnáttu og aðferðarfræði ólíkra fagasviða skólans.

Möguleiki er að sækja um staka áfanga.

Vinsamlegast sendið póst á netfangið hushall@hushall.is eða hringið í síma 471 1761 til að fá frekari upplýsingar. 

 

HH logo WEB