Námskeið og styttri námsleiðir

 

Nám við skólann svarar kröfum gamla og nýja tímans.

Nám við Handverks- og hússtjórnarskólann á Hallormsstað er krefjandi og nútímalegt en byggir í senn á gömlum hefðum. Við skólann starfa sérfræðingar á sviði matreiðslu og gæðaeftirlitis, í heilbrigðisfræðum og í fjölbreyttu handverki.

Námið er verkefnatengt og veitir víðtæka þjálfun og þekkingu. Áhersla er lögð á undirstöðugreinar í matreiðslu og gæðaeftirliti, heilbrigðu líferni og fjölbreyttu handverki, til að mynda vefnað, prjón og hekl, útsaum og fatagerð. Með fjölbreyttum fagsviðum tileinka nemendur sér alhliða kunnáttu og aðferðarfræði ólíkra fagasviða skólans.

Námskeið skólaveturinn 2017-2018 

Boðið er upp á námskeið í flestum áföngum skólans sem kenndir eru samkvæmt stundaskrá hverju sinni. Þátttaka er takmörkuð í vissa áfanga s.s. matreiðslu, vefnað og fatasaum. Vinsamlegast sendið póst á netfangið hushall@hushall.is  eða hringið í síma 471 1761 til að fá frekari upplýsingar. 

Helgar- og kvöldnámskeið eru auglýst sérstaklega.   

Styttri námsleiðir, spönn helmingur af önn.

Námið byggja á áföngum hússtjórnarbrautar skólans og veitir viðurkenndar framhaldsskólaeiningar. Uppbygging og samsetning námsins veitir traustan og fræðilegan grunn með áherslu á mismunandi fagsvið skólans. Nemendafjöldi er takmarkaður sem eykur gæði kennslunnar og persónuleg tengsl nemenda og kennara.

Hægt er að velja á milli tveggja námsleiða á spönn:

Matreiðsla

Námið byggir á áföngum í matreiðslu og gæðaeftirliti, hreinlætisfræði og framreiðslu.

Verð 220.000 kr.

Handverk

Námið byggir á áföngum í fatagerð, vefnaði, prjón og hekl, útsaum og hreinlætisfræði.

Verð 280.000 kr.

Innifalið í styttri námsleiðum er heimavist, fullt fæði á námstíma, kennslugögn og allt efni samkvæmt kennsluáæltun hvers áfanga. Sjá nánari lýsingu á áföngum undir Námið á heimasíðu skólans. Allir á heimavist taka þátt í húsþrifum, herbergjaþrifum og umsjón með mötuneyti skólans.

Sækja um spönn 

Næstu spannir byrja:                    

Fyrri hluti haustannar 2017                            28. ágúst til 20. október

Seinni hluti vorannar 2017                             23. október til 17. desember 

Sótt er um spönn á heimasíðu skólans undir umsóknir. Tilgreinið námsleið í umsókninni.

Ef frekari upplýsinga er óskað er hægt að hafa samband með tölvupósti hushall@hushall.is eða í síma 471 1761.

logolinur nyr