Skólagjöld fyrir vorönn 2018 eru 375.000 kr.* Fullt nám 16 vikur.
Innifalið í skólagjöldum er:
- Heimavistar- og tryggingargjald.
- Fæðiskostnaður, máltíðir alla daga vikunnar.
- Góð vinnuaðstaða og aðgangur að áhöldum og tækjum til verkefnavinnu.
- Efnisgjald samkvæmt kennsluáætlun hvers áfanga. (Verkefni sem unnin eru utan kennsluáætlana er á kostnað hvers nemanda.)
Hússtjórnaskóli Hallormsstaðar leggur áherslu á að nemendur vinni verkefni skólans með góðum tækjum og áhöldum, einnig vönduðum og náttúrulegum efnum hvort sem er í matreiðslu, hreinlætisfræði eða textílgreinum. Nemendur fá því afnot af öllum tækjum og áhöldum í skólanum. Nemendur eru þó hvattir til að koma með eigin saumavél til að auka færni og leikni við notkun hennar.
Undir 10.000 kr. á mánuði eða 2.500 kr. vikan - verðdæmi fyrir nemanda.
Stéttarfélög eru með breytilega styrkupphæð oftast hærri en gefin er upp í verðdæminu.
- Skólagjöld 375.000 kr.
- LÍN styrkur - 150.000 kr.
- Húsaleigubætur - 120.000 kr.
- Stéttarfélag - 70.000 kr.
- Samtals 35.000 kr.
Greiðslufyrirkomulag:
Sem fyrr segir eru skólagjöldin 375.000 kr. og þar af staðfestingargjald 50.000 kr. sem er óafturkræft. Skólagjöld eru greidd að fullu fyrir skólasetningu annarinnar. Við greiðslu á skólagjöldum samþykkir nemandi að hlíta reglum skólans. Skólagjöld fást ekki endurgreidd.
*Staðfest á skólanefndarfundi þann 29.mars 2017