Inntökuskilyrði

Umsókn í nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstaðar er með rafrænum hætti í gegnum heimasíðu skólans hushall.is

Inntökuskilyrði:
  • grunnskólapróf með hæfnieinkunn B í stærðfræði, íslensku og ensku. 
  • inntökuviðtal 
  • 18 ára og eldri 

Senda þarf inn staðfest afrit af fyrri námsferli og ferilskrá. Gerið grein fyrir fyrri reynslu og áhugasviði í textílgreinum og matreiðslu.

Gefa þarf upp tengilið af öryggisástæðum. 

Umsóknum er svarað eins fljótt og auðið er.