Hallormsstaður

Hallormsstaður er lítill þéttbýliskjarni, áður kikjustaður og prestsetur, staðsettur í miðjum Hallormsstaðarskógi. Hallormsstaðarskógur er stærstur skóga á Íslandi og hefur skógræktarstöð verði starfrækt frá 1903. Hallormsstaðarskógurinn, sem var friðaður árið 1905, geymir fjölmargar trjátegundir, sumar sjaldséðar á Íslandi og einstakt trjásafn. Göngustígur liggur um safnið og eru þar listsýningar og ýmsar uppákomur, meðal annars Skógardagurinn mikli, en þá er m.a. haldin Íslandsmeistaramót í skógarhöggi. Atlavík, innarlega í skóginum, er vinsæll áningarstaður ferðamanna með fallegu tjaldsvæði og einstöku útsýni yfir Lagarfljótið. Ávalir steinar við Lagarfljótið eru tilvaldir til að fleyta kerlingar. Hallormsstaðarskógur er algjör náttúru paradís með ævintýralegum gönguleiðum sem leiða þig um leyndardóma skógarins.


HH logo WEB