HH logo HVITT

Umsókn  um  skólavist

Sækja um núna

Jólasýning

Jólasýning nemenda haustannar 2017 

Nú fögnum við saman og njótum á aðventunni sýningu nemenda á handverki annarinnar sunnudaginn 17. desember kl. 13 - 15 í Handverks- og hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Allir velkomnir - hlökkum til að sjá ykkur. 

 HH logo LITUR

Námskeið með Gústa í Brauð & Co

Gústi bakari, stofnandi Brauð & Co, heimsækir gamla skólann sinn og verður með námskeið helgina 2. - 3. desember. 

Gústi fer yfir leyndardóma bakstur og súrdeig. Námskeiðið kostar 10.000 kr. og eru fjórar tímasetningar í boði; laugardag eða sunnudag, kl. 9 - 12 eða 13 -16.  

Brauð og co er súrdeigsbakarí sem leggur áherslu á hágæða hráefni og íslenskt sé þess kostur. Fegurðin felst í heiðarleikanum; allt fer fram fyrir opnum dyrum og gestir og gangandi geta fylgst með ferlinu, spurt bakarana sjálfa út í það sem fram fer og forvitnast um hráefni og uppruna þeirra. Þó að innihaldið sé blanda af fjölmörgum tegundum korna; framandi og þekktum er einfaldleikinn allsráðandi.

 

Áhugasamir hafi samband við Hússtjórnarskóla Hallormsstaðar í síma 471 1761 eða á netfangið hushall@hushall.is fyrir frekari upplýsingar. 

Hússtjórnarskólinn á Barramarkaði

Handverks- og hússtjórnarskólinn á Hallormsstað verður á Jólamarkaði Barra á laugardaginn. Við mætum með vefstól og leyfum gestum að vefa með okkur. Einnig verða Hollvinir skólans með okkur og hægt að skrá sig í samtökin á staðnum. Hlökkum til að sjá sem flesta á þessum skemmtilega viðburði. 

Jólakveðja, 

Nemendur, starfsfólk og hollvinir skólans.

 Jólakötturinn 

Opið fyrir umsóknir vorönn 2018

Opið er fyrir umsóknir vorönn 2018 hér á heimsíðu skólans. 

Í Hússtjórnarskóla Hallormsstaðar er boðið upp á textílgreinar og matarhönnun. Hvort tveggja byggir á sköpunarkrafti og hönnunarhugsun þar sem menningararfur og nútímatækni fara saman. Námið hentar vel nýstúdentum og ungu fólki sem stefnir í skapandi greinar eða matreiðslu. Sjá nánar um inntökuskilyrði hér. Námið er einingarbært á framhaldsskólastigi.  

Hægt er að hafa samband við skólann um frekari upplýsingar um námið í síma 471 1761 eða á netfangið hushall@hushall.is 

 

Skólinn í snjó

HH logo WEB

 

 

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað

Hallormsstað
701 Egilsstaðir

Fylgist með okkur

Instagram pngfb artyoutube

#hushall

@hushall.is  

Hafðu samband

471 1761
hushall@hushall.is