Gústi bakari, stofnandi Brauð & Co, heimsækir gamla skólann sinn og verður með námskeið helgina 2. - 3. desember.
Gústi fer yfir leyndardóma bakstur og súrdeig. Námskeiðið kostar 10.000 kr. og eru fjórar tímasetningar í boði; laugardag eða sunnudag, kl. 9 - 12 eða 13 -16.
Brauð og co er súrdeigsbakarí sem leggur áherslu á hágæða hráefni og íslenskt sé þess kostur. Fegurðin felst í heiðarleikanum; allt fer fram fyrir opnum dyrum og gestir og gangandi geta fylgst með ferlinu, spurt bakarana sjálfa út í það sem fram fer og forvitnast um hráefni og uppruna þeirra. Þó að innihaldið sé blanda af fjölmörgum tegundum korna; framandi og þekktum er einfaldleikinn allsráðandi.

Áhugasamir hafi samband við Hússtjórnarskóla Hallormsstaðar í síma 471 1761 eða á netfangið hushall@hushall.is fyrir frekari upplýsingar.