HH logo HVITT

Umsókn  um  skólavist

Sækja um núna

Þingmenn norðausturkjördæmis í heimsókn

Þingmenn norðausturkjördæmis komu og heimsóttu skólann mánudaginn 1. október, skoðuð húsnæðið og fengu kynningu um sögu og starfsemi hans. Boðið var til kvöldverðar þar sem nemendur og starfsfólk komu saman ásamt þingmönnum. Þingmönnum varð boðið að sitja til borðs með nemendum og fóru fram líflegar umræður yfir dýrindis kvöldverði. Nemendur undirbjuggu sveppafyllt lambalæri með ofnbökuðum kartöflum og rótargrænmeti, sveppasósu og fersku rófusalat.  

Þingmenn norðausturkjördæmis

Þingmenn í Höll skólans; Steingrímur J. Sigfússon, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þórunn Egilssdóttir, Logi Einarsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Anna Kolbrún Árnadóttir, Líneik Anna Sævarsdóttir og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir. Kristján Þór Júlíusson var fjarverandi.  

Takk fyrir komuna, samveruna og stuðninginn.

Nemendur og starfsfólk, 

haustannar 2018 

Útskriftarárgangur frá '65 til '67

Ávallt gaman að taka á móti fyrrum nemendum skólans!

Gaman að sjá hve margir nemendur frá haustönn lögðu á sig langt ferðalag til að sjá vorsýningu annarinnar. Einnig var yndislegt að fylgjast með 51. árs afmælisárgangi sem kom saman í tilefni dagsins. Mikið var hlegið og sungið við að rifja upp skólavistina þar sem hvert herbergi kallaði fram minningar sem aldrei gleymast. 

Fyrrum nemendur 2

Gunnþórunn Benediktsdóttir sagði frá skólavistinni og minningum um daglegt líf þeirra í skólanum. Þær veittu skólanum ríflega peningagjöf sem fer til Hollvinasamtaka skólans í uppbyggingu og varðveislu menningarverðmæta.   

Skólinn þakkar þeim kærlega fyrir samveruna og styrkinn. Til hamingju með 51. árs útskriftarafmælið ykkar.  

Forsetahjónin í heimsókn

Forsetahjónin Guðna Th. og Eliza heimsóttu Hússtjórnarskólann á Hallormsstað. Nemendur og starfsfólk sýndu forsetahjónunum skólann og starfsemi hans. 

Hér að hópmynd tekin fyrir framan skólann af Guðna og Elizu með trefilinn, starfsfólki og nemendum. 

Hópmynd með forsetahjónum

Guðni fékk kennslu í vefnaði frá Ernu Rún nemanda skólans og var hann efnilegur að mati hennar. Sigrún Blöndal stofnandi skólans lagði mikla áherslu á vefnaðarnám og tók saman kennsluefni á íslensku í bók sinni Íslenzk vefnaðarbók. Skólinn leggur mikla áherslu á að standa vörð um handvefnað á Íslandi og þann menningararf sem honum fylgir. Matreiðslunemendur buðu upp á hvítsúkkulaði skyrmús með nýtíndum bláberjum, bláberjasafti og brenndu hvítu súkkulaði. Í kveðjugöf og þakklæti fyrir heimsóknina færði Paivi Vaarula vefnaðarkennari skólans þeim handofin trefil úr alpakka silke sem hún sjálf óf.

Takk fyrir komuna,

nemendur og starfsfólk haustannar 2018    

Vorsýning

Vorsýning nemenda verður haldin laugardaginn 12. maí milli kl. 13 - 15 í Hússtjórnarskólanum á Hallormsstað. Þar munu nemendur sýna afrakstur annarinnar í textíl og býðst gestum að kaupa kaffiveitingar. Kaffihlaðborð kostar 1.500 kr. en enginn posi er á staðnum. 

HH logo LITUR

Allir hjartanlega velkomnir og hlökkum til að sjá sem flesta.

Nemendur og starfsfólk.

HH logo WEB

 

 

Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað

Hallormsstað
701 Egilsstaðir

Fylgist með okkur

Instagram pngfb artyoutube

#hússtjórnarskólihallormsstaðar 

@hushall.is  

Hafðu samband

471 1761
hushall@hushall.is